Ég heiti Almar Steinn Atlason og er myndlistarmaður starfandi í Reykjavík.
Ég fæst mest við málverk, gjörninga og innsetningar en tek einnig að mér myndskreytingar, hönnun, ritstörf og öll önnur nægilega spennandi og skapandi verkefni.
Ég hef haldið sýningar í Evrópu, Afríku og heima á Íslandi og unnið að skapandi verkefnum víðsvegar um heim svo sem ritstörf, leikstjórn, leikmyndagerð, skipulagningu listviðburða, útgáfu, uppsetningu og myndskreytingu ýmiskonar kynningarefnis og bóka.
Þessi heimasíða er enn í mótun og kemur til með að stækka jafnt og þétt þegar fram líða stundir. Vonandi njótið þið sem heimsækið.
Ég hef aldrei orðið fyrir innblæstri. Frekar trúi ég því að fegurðin feli sig jafnan á bakvið langan vinnudag.